Í prjónauppskriftabókinni HUGHRIF sem vel hefur verið tekið, kemur á daginn að ekki er hún villufrí, því miður.
Þessi útgáfa slapp ekki við prentálfinn því það kom á daginn að í eina uppskrift í bókinni vantar vænan bita!
Uppskriftin heitir Sylvie og er á bls 96-99, þar er endað neðst á síðu 96 á setningu sem byrjar svona „ 1 L tekin“ svo er heilsíðumynd á bls 97. Svo flettir maður á síðu 98 og þar er komið í miðja setningu „lykkjuna sem er svo prjónuð (þær skipta um stað).“
Glöggir sjá að engan veginn er hægt að skilja þetta samhengi enda vantar bútinn sem ég set hér ….
(textinn er framhald af kaflanum þar sem lýst er aðferðinni við að gera hnút og byrjar svona
Hnútur: Prj er fimm sinnum í sömu lykkju (framan og aftan í lykkjuna). Snúið við og 1 L tekin óprj fram af. Hinar 4 L prj br, snúið við. 1 L tekin óprj fram af og prj 4 L sl, snúið við. 1 L tekin óprj og 2 br prj saman x 2, snúið við. 1 L tekin)
Og hér er framhaldið sem vantar alveg
„óprj, prj 2 L saman og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir.
Færið nú bandið fram fyrir lykkjuna á framstykkið, færið prj lykkjuna yfir á vinstri prjón, færið bandið undir hnútinn og aftur fyrir. Færið nú prj lykkjuna aftur á hægri prjóninn, strekkið örlítið á bandinu svo það taki vel utanum hnútinn og prjónið áfram.
Bolur
Fitjið upp á prj nr 5 170 (180) 190 (200) L. Prjónið stroff (1 L sl og 1 L br) í 5-6 cm, merkið fyrir hliðum.
Fyrstu 5 L og síðustu 5 L við hliðarmerkingar eru prjónaðar áfram í stroffprjóni upp bolinn (hliðarnar).
Þess á milli er prjónað perluprjón.
Á framhlið er merkt fyrir miðju og strax í fyrstu umf eftir stroff er byrjað á V hluta framstykkisins.
Það er gert þannig að þegar 2 L eru eftir að miðju, er lykkjan sem næst er miðju tekin og prjónuð fram fyrir næst síðustu lykkjuna sem er svo prjónuð (þær skipta um stað).”
Á þessum ágalla á annrs snilldarbók biðst ég innilega afsökunar, þetta fór framhjá í lokayfirlestri og hef ég við engann við að sakast annan en sjálfa mig.