Prjónahönnunarnámskeið

Eigum við að hanna saman?

Ert þú eins og ég sem fer helst ekki út úr húsi án prjónanna?
Segðu mér, ferðu eftir uppskriftum annarra eða bullar þú?

Hefðir þú áhuga á að læra reiknisaðferðir við að byrja á peysu t.d. eftir þínu höfði. Hætta að bulla og rekja upp endalaust?

Námskeiðið Hannað með Ásdísi fjallar t.d. um það að hanna og koma öllum hugmyndunum á blað en líka svo margt fleira skemmtilegt sem hefur komið þátttakendum á óvart.
Ég set efnið fram í myndböndum og á PDF skjölum sem þú halar niður til eignar.
Námskeiðslýsing
Í viku 1 skoðum við:
Stærðartöflur og
hvernig við tökum mál
Hugmyndir og hugmyndaöflun
Gerum hönnunaryfirlit
Skoðum myndbönd og gerum verkefni

Í viku 2 skoðum við
Lærum að reikna út stærðir
Útreikningar útskýrðir og skoðum hlutfallskerfið
Garn og eiginleikar
Skoðum myndbönd og gerum verkefni

Í viku 3 skoðum við
Áherslur í prjónahönnun
Samspil lista og hönnunar
Útlit, form og áhersluatriði
Skoðum myndbönd

Í viku 4 skoðum við
Hvernig við formum prjónaflík
Skoðum tækniatriði í prjónaskap
Sagan, skoðum þróunina, tískustrauma

Í viku 5 skoðum við
Litahringurinn, kaldir og heitir litir
Litaspár og straumar
Merking litanna

Í viku 6 skoðum við
Að setja upp uppskrift
Verkefni þar sem þáttakandi setur upp
sína uppskrift

Persónuleg handleiðsla og yfirferð
Námskeiðið fer fram í lokuðum hóp á Facebook
Þar gefst tækifæri til að spjalla og spyrja
Verð fyrir 6 vikur er 75.000.- ( 12,500 á viku!)