Prjónahönnunarnámskeið
Eigum við að hanna saman?
Ert þú eins og ég sem fer helst ekki út úr húsi án prjónanna?
Segðu mér, ferðu eftir uppskriftum annarra eða bullar þú upp út þér
Hefðir þú áhuga á að læra reiknisaðferðir við að byrja á peysu t.d. eftir þínu höfði. Hætta að bulla og rekja upp endalaust?
Námskeiðið Hannað með Ásdísi fjallar t.d. um það að hanna og koma öllum hugmyndunum á blað en líka svo margt fleira skemmtilegt sem hefur komið þátttakendum á óvart.
Hvað veistu um liti? Hver var fyrsti áhrifavaldurinn sem kom handprjóni á kortið? Hvað á innanhúshönnun sameiginlegt með handrpjóni? Hver eru 7 atriði lista og hönnunar?
Ég set efnið fram í myndböndum og á PDF skjölum sem þú halar niður til eignar.
Ég lærði að prjóna af mömmu minni um 6 ára aldurinn og þvílík gæfa sem það var.
Prjónið og hamingjan við að skapa hefur fylgt mér síðan, ég held meira að segja að það að prjóna, bæti, hressi og kæti. Á unglingsárunum prjónaði ég mér hverja peysuna af annarri, að lokum leiddi þetta mig í hönnunarnám. Til þess varð ég að fara til útlanda því Listaháskólinn var ekki kominn, ég lærði í Los Angeles og í London.
Í gegnum árin hef ég kennt hönnun á stöku námskeiðum, ég festist ekki í tækniatriðum en er löngu búin að fatta mikilvægi þess að læra að ganga áður en maður fer að hlaupa. Þess vegna kenni ég útreikninga og geri prjónfestuprufu en tæknin má ekki yfirtaka sköpunargleðina þess vegna fer stór hluti af námskeiðinu í svo miklu fleira en að reikna sem ég veit svo vel sjálf að getur drepið mann lifandi!
Ég er líka ein af þeim sem eru að prjóna fleiri en eina flík í einu því stundum er maður stopp. Gerist oftar hjá mér ef að liturinn er ekkert að heilla mig og líka oft þegar ég er ekki alveg viss hvort hönnunin sé að ganga up, já og það þrátt fyrir að ég sé búin að vera að hanna í áratugi og handprjónaflíkurnar mínar hafi verið seldar víða um heim.