Blacksand
Bylgjur prjónauppskrift á íslensku
Bylgjur prjónauppskrift á íslensku
Couldn't load pickup availability
Bylgjur
Erfiðleikastig 1
Stærðir XS (S) M L XL
Yfirvídd 90 (95) 101 (106) 113 cm
Bolur
að handvegi 37 (37) 42 (42) 43 cm
Ermalengd 41 (43) 45 (45) 46 cm
Efni og tillögur að garni
Sport frá Bergere de France, 50% ull, 50% akríl. 50 g, 80 m.
Eða
Tvöfaldur plötulopi 100% ull, 100 g, 300 m.
Eða
Fritids garn frá Sandnes 100% ull, 50 g, 70 m.
Eða
Fivel frá Rauma Garn, 100% ull 50g, 100m.
Grunnlitur 400 (400) 500 (500) 600 g
640 (640) 800 (800) 960 m
Mynsturlitur 100 (100) 100 (100) 100 g
160 (160) 160 (160) 160 m
Hringprjónar nr 5 80 cm.
Hringprjónar nr 6 80 cm.
Sokkaprjónar nr 5 og 6.
Prjónamerki, hjálparnælur/afgangsgarn, nálar til að ganga frá endum, skæri og málband.
Prjónfesta 13 L x 20 umf á 10 x 10 cm, sl prj á prj nr 6.
Sannreynið alltaf prjónfestu, skiptið um prjónastærð ef þarf. Notið fínni prjóna ef lykkjurnar eru of fáar á 10 cm en stærri ef lykkjurnar eru of margar.
Aðferð og stílbrigði
Bolur og ermar eru prjónaðar í hring. Byrjað er neðst á bol, ermar sameinaðar bol við handveg á einn prjón og axlastykkið prjónað í hring.
Upphaf umferðar á axlastykki er við samskeyti bols og ermar á bakhlið vinstra megin.
Peysan er aðsniðin, í hliðum er tekið úr og aukið út, sinn hvorum megin við hliðarmerki
Þegar 3 L er eftir að merki takið 1 L óprj, prj 1 L og steypið óprj L yfir.
Prj 1 L, prj 2 L saman.
Share

