Blacksand
Misty Spring Vesti Íslensk prjónauppskrift
Misty Spring Vesti Íslensk prjónauppskrift
Couldn't load pickup availability
Misty Spring vesti
Erfiðleikastig 2
Stærðir XS (S) M (L) XL (2XL) 3XL
Yfirvídd 86 92 (97) 111 (118) 124 (132) cm
Bolur
að handvegi 36 (36) 37 (41) 41 (42) 42 cm
Efni
Tilvalið að grynnka á afgangs garninu!
Notið garn sem er áætlað á prj 4, getur verið ull/ull og bómull/bómull/ gerviefnablanda osf. Dökkbláa vestið er gert með blöndu af garni sem er ull og acryl og líka band sem er ull og bómul. Saman með 1 þræði af mohair náði ég prjónfestunni.
Bleika vestið er Ideal frá Berger de France 50 % ull, 50% akrýl, 50 g, 125 m.
Mohair að eigin vali ath. að nota sama metrafjölda og í aðalgarninu sem er trúlega þyngra en mohairgarnið.
Aðallitur 4 (4) 4 (5) 5 (6) 6 Mynsturlitur 1 1 (2) 2 (3) 3 (3 ) 3
Mynsturlitur 2 1 dokka allar stærðir
Hringprjónar nr 4 og 5 80 cm.
Hringprjónar nr 4 40 cm.
eða sokkaprjónar nr 4.
Prjónfesta
18 L x 26 umf = 10 x 10 cm á prj nr. 5.
Sannreynið alltaf prjónfestu, skiptið um prjónastærð ef þarf.
Notið fínni prjóna ef lykkjur eru of fáar á 10 cm en stærri ef lykkjurnar eru of margar.
Aðferð og stílbrigði
Bolur er prjónaður í hring, byrjað er neðst á bol með stroffi svo slétt prjón. Við handveg er bolnum skipt í framhlið og bakhlið og prjónuð í sitt hvoru lagi, fram og til baka.
Þegar kemur að hálsmáli eru hægri og vinstri hliðin prjónuð í sitt hvoru lagi, fram og til baka. Lykkjur eru síðan teknar upp í kringum handveg og hálsmál og prj stroff. Á bak og framstykki er prj skálína eins og laski frá handvegi að hálsmáli.
Share


